Um Dvalin Gullsmiðju

Dvalin Gullsmiðja er bæði hefðbundin gullsmiðja og steypuverkstæði með markmiðið að þjónusta einstaklinga og fyrirtæki í öllu sem viðkemur gull og silfursteypu.

Gullsmiðurinn á bakvið Dvalin Gullsmiðju er Axel Högnason, útskrifaður 2017 með sveinspróf í gull og silfursmíði frá Tækniskólanum.

Axel var á saming hjá Dóru Jónsdóttur í Gullkistunni en þar er mest unnið þjóðbúningasilfur og víravirki. Verkstæði Gullkistunnar er yfir 100 ára gamalt og þar fékk hann að kynnast handbragðinu á gamla mátann.

"Í skólanum heillaðist ég mest af eldri aðferðum blandaðri nútíma tækni og verkfærum. Sem dæmi um þetta er lost wax casting, en það er grunnurinn að þeim steypu aðferðum sem við notum í dag, er sama aðferð og víkingar notuðu á 10.öld og jafnvel fyrr. Þeir höfðu hinsvegar ekki sömu möguleika og við í dag hvað varðar verkfæri og búnað en ferlið er það sama."

Þetta svið gullsmíðinnar átti vel við hann strax í skólanum og hefur Axel alltaf verið hrifinn af möguleikunum sem felast í málmsteypunni. Með steypt skart er hægt að teygja mörk hefðbundinnar gullsmíði hvað varðar form, steinaísetningar og hönnun. Eftir útskrift hófst vinnan við að setja upp verkstæði þar sem er haldið áfram að kanna möguleikana í eldri aðferðum með verkfærum okkar tíma.

Hann stofnaði Dvalin Gullsmiðju sem bæði steypuverkstæði sem þjónustar einstaklinga og fyrirtæki, hvort sem um er að ræða fjöldaframleiðslu eða stakar afsteypur í málm unnar úr vaxi, og sem hefðbundna gullsmiðju þar sem hlutir eru handsmíðaðir eftir gamla laginu. Skart eftir Axel fylgir engri einni stefnu en spannar vítt svið eftir því hvað vekur innblástur hvert skiptið. 

"Ég stefni ávalt að skartgripir eftir mig séu stílhreinir, áhugaverðir og þægilegir í notkun en það er að mínu mati grunnatriði til að hægt sé að njóta þeirra um ókomin ár."