Sílikonmót eru gerð eftir "master" upprunalegu stykki sem á að fjölfalda. Sílikonmótin hafa einstaklega litla rýrnun, 0,1%, og þurfa ekki nema 75°C við vinnslu.
Ég býð uppá steypuþjónustu í gulli og silfri bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Gæði og góð þjónusta er í fyrirrúmi ásamt að algerum trúnaði er heitið hvað varðar steypta hluti og mót.
Mót sem ég vinn eru eign þeirra sem panta þau og verða aldrei lánuð. Einnig getur eigandi mótana tekið þau eftir notkun þó að flestir geymi mótin hjá mér til að flýta fyrir þegar þeir panta næst.
Ég held almennt sama skipulagi, vax og mótavinnsla er á mánudögum og þriðjudögum, gifsvinna fyrir mótin á þriðjudögum og miðvikudögum, tveir sólarhringar í að þurrka mótin fyrir steypu og svo steypt á laugardögum. Ég reyni hinsvegar alltaf að koma að áríðandi pöntunum ef hægt er.
Verðin eru ekki föst þar sem mismunandi verk geta verið frek á bæði efni og tíma en almennt eru þau eftirfarandi:
Einnig er hægt að koma með sitt eigið efni til að láta steypa úr, en ef það er ekki tilbúið til steypu mun sá kostnaður bætast við.
Til að efni sé tilbúið til steypu þarf það að vera hreint og án aukahluta eins og lása með stálfjöðrum, steinum eða álíka. Einnig þarf efnið að vera í þannig formi að hægt sé að koma því í deigluna.
Góð leið til að bæði hreinsa efnið fyrir steypu og koma því í hentugt form er að bræða það upp og hella í stórt ílát fyllt með köldu vatni. Þá myndar það litlar kúlur sem henta vel til steypu.
Ef vakna upp fleiri spurningar er hægt að hafa samband á dvalin@dvalin.is
Orðskýringar

Sílikonmót

Gúmmímót
Gúmmímót þjóna sama tilgangi og sílikonmótin en þurfa hærri hita, 153°C, og rýrna meira við vinnslu eða 2,6%. Þessi mót eru stífari og henta vel ef lokastykkin eiga að vera aðeins minni en masterinn.

Vaxafsteypa
Þetta eru afurðin frá gúmmí og sílikonmótunum. Þetta er afrit af masternum í vaxi.

Vaxtré
Vax afsteypurnar eru festar við stofn(sprue) með innlögnum(runners) þannig að málmurinn hafi greiða leið til að fylla mótið.

Gifsmót
Þegar vaxtréð er tilbúið er settur utan um það stálhólkur og gifsi hellt í hann. Gifsið er lofttæmt áður en það harðnar og svo fær það að þorna í tvo sólarhringa. Eftir að gifsmótið(flaska) hefur verið bökuð upp að 732°C og kæld rólega niður í sirka 460°C er hægt að steypa(kasta) málminum í mótið.